Fótbolti

Malouda: Stór stund að fá að spila við enska landsliðið á Wembley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Florent Malouda.
Florent Malouda. Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea-maðurinn Florent Malouda verður í sviðsljósinu með franska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir því enska á Wembley. Malouda segir sig og félaga sína í landsliðinu ákveðna í að sýna hvað liðið hefur bætt sig mikið frá hörmungunum á HM í Suður Afríku í sumar.

„Það er fullt af leikjum í ensku úrvalsdeildinni á komandi vikum en það er alltaf stór stund þegar maður fær tækifæri til að spila við England á Wembley," sagði Florent Malouda sem hefur tekið við fyrirliðabandinu hjá franska landsliðinu.

„Góð frammistaða og góð úrslit í þessum leik mun koma með mikið sjálfstraust inn í okkar lið," sagði Malouda.

„Við erum á uppleið en það má ekki setja strax of mikla pressu á ungu mennina í liðinu. Það er samt mikilvægt fyrir komandi leiki í undankeppninni að við stöndum okkur vel í næstu leikjum á móti Englandi og Brasilíu," sagði Malouda.

„Við viljum sýna okkar besta inn á vellinum og hjálpa til við endurfæðingu franska fótboltans," sagði Malouda að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×