Enski boltinn

Heilbrigð samkeppni um sæti í liðinu hjá Houllier

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Stewart Downing segist vera afar sáttur með nýja stjórann sinn hjá Aston Villa, Gerard Houllier, en Frakkinn hefur landað sigri í fyrstu tveimur leikjum sínum með liðið.

Stemningin í búningsklefa liðsins er sögð vera afar góð og leikmenn kátir með að hafa hreint borð hjá nýjum stjóra.

"Nýi stjórinn er ekkert að velta sér upp úr því hvað menn heita. Það eru allir á tánum að berjast fyrir sæti í liðinu og það er heilbrigð samkeppni í gangi. Það vilja allir spila og menn eru sáttir við þessa heilbrigðu samkeppni," sagði Downing.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.