Lífið

Þolir ekki síma

Johnny Depp segist ekki hafa gaman af því að tala í síma. Hann kýs heldur að tjá sig í gegnum póst.
nordicphotos/getty
Johnny Depp segist ekki hafa gaman af því að tala í síma. Hann kýs heldur að tjá sig í gegnum póst. nordicphotos/getty
Stórleikarinn Johnny Depp segist ekki eiga síma, þar sem hann vilji ekki láta ná í sig hvenær sem er.

„Ég er tengdur netinu því mér finnst best að eiga samskipti við fólk í gegnum netpóst. Mér finnst það líka vera áhugaverðari samskiptamáti. Ég þoli ekki síma, ég bara þoli þá ekki og ég þoli ekki að það skuli vera hægt að ná í fólk hvenær sem er. Fólk verður bara að venja sig á að hafa samband við mig í gegnum netið,“ sagði leikarinn.

Hann segist einnig hafa gaman af því að eyða tíma með aðdáendum sínum þegar hann sækir frumsýningar. Depp lauk nýverið við að leika í kvikmyndinni The Tourist á móti Angelinu Jolie og í fjórðu Pirates of the Caribbean myndinni. „Mér finnst gaman að heilsa upp á fólkið og þakka því fyrir. Það er vinnuveitendurnir, þú skilur?“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.