Fótbolti

Ótrúlegur 10-0 sigur PSV Eindhoven á Feyenoord

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonathan Reis.
Jonathan Reis. Mynd/Nordic Photos/Getty
Topplið PSV Eindhoven vann ótrúlegan 10-0 sigur á Feyenoord í hollensku úrvalsdeildinni í gær en Feyenoord er í hóp þriggja þekktustu félaga Hollands ásamt PSV og Ajax.

Brasilíumaðurinn Jonathan Reis skoraði þrennu fyrir PSV Eindhoven en hin sjö mörkin skoruðpu þeir Ibrahim Afellay, Ola Toivonen, Jeremain Lens (2 mörk), Balazs Dzsudzsak (2 mörk) og Orlando Engelaar.

Feyenoord missti Kelvin Leerdam útaf með rautt spjald á 34. mínútu leiksins en þá var PSV aðeins búið að skora eitt mark. Staðan var 2-0 í hálfleik en PSV skoraði síðan fimm mörk á fyrstu 17 mínútunum í seinni hálfleik.

Þetta var stærsta tap Feyenoord frá upphafi en liðið hafði áður tapað stærst 8-2 á móti Ajax 18. spetember 1983.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×