Enski boltinn

Chamakh: Wenger getur gert mig að betri leikmanni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marouane Chamakh.
Marouane Chamakh. Mynd/Nordic Photos/Getty
Marokkó-búanum Marouane Chamakh líkar lífið hjá Arsenal þangað sem hann kom á frjálsri sölu frá franska liðinu Bordeaux. Chamakh hefur þegar skorað fjögur mörk fyrir Arsenal á tímabilinu.

„Það voru tilboð frá fleiri félögum en það sem gerði valið mitt auðvelt var að ég er búinn að elska Arsenal síðan að ég var strákur," sagði Marouane Chamakh við Skysports.

„Ég er mjög ánægður með ákvörðun mína og er jafnvel smá hissa á því hversu vel hefur gengið hjá mér í byrjun. Ég hef fallið vel inn í allt innan sem utan vallar og allir hjá Arsenal hafa tekið vel á móti mér," sagði Chamakh.

„Ég tel að ég gæti bætt mig mikið sem leikmaður og er viss um að Arsene Wenger mun hjálpa mér að verða betri leikmaður," sagði Marouane Chamakh.

„Ég passa vel inn í enska boltann og nú vil ég gera allt til þess að hjálpa Arsenal ekki síst fyrir alla þessa frábæru stuðningsmenn," sagði Chamakh.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×