Enski boltinn

Lee hjá Bolton til 2013

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lee í leik með Bolton.
Lee í leik með Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Suður-Kóreumaðurinn Lee Chung-yong hefur framlengt samning sinn við Bolton til loka tímabilsins 2013.

Lee hefur verið fastamaður í liði Bolton á leiktíðinni og verið í byrjunarliðinu í öllum deildarleikjum liðsins til þessa.

Hann er 22 ára gamall miðvallarleikmaður en hann gekk í raðir Bolton frá FC Seoul í heimalandinu fyrir síðasta tímabil.

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir klúbbinn," sagði Owen Coyle knattspyrnustjóri. „Hann er afar hæfileikaríkur leikmaður og verður hér í langan tíma."

Hann bætist þar með í hóp Fabrice Muamba, Stuart Holden og Danny Ward sem allir hafa framlengt samninga sína við Bolton.

Einn Íslendingur, Grétar Rafn Steinsson, er á mála hjá Bolton. Núverandi samningur hans við félagið rennur út í lok næstu leiktíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×