Erlent

Sniðganga verðlaunaafhendinguna

Liu Xiaobo. Friðarverðlaun Nóbels verða afhent í næsta mánuði og ætla sex ríki að sniðganga athöfnina.
Liu Xiaobo. Friðarverðlaun Nóbels verða afhent í næsta mánuði og ætla sex ríki að sniðganga athöfnina. Mynd/AP
Sex ríki ætla að sniðganga afhendingarathöfn Friðarverðlauna Nóbels í næsta mánuði. Þar verður kínverski andófsmaðurinn og rithöfundurinn Liu Xiaobo heiðraður, í mikilli óþökk stjórnvalda í Peking. Hann afplánar nú 11 ára fangelsisdóm.

Geir Lundestad, ritari norsku Nóbelsnefndarinnar, segir að sendiherrar Kína, Rússlands, Kasakstan, Kúbu, Íraks og Marakkó verði ekki viðstaddir athöfnina sem fer fram 10. desember í Osló. Hann segist ekki vita til þess að áður hafi sendiherrum með svo afgerandi hætti verið meinað að mæta í verðlaunaafhendingu þegar verðlaunin hafi verið veitt.

Geir segir ennfremur að kínversk stjórnvöld ætli ekki að leyfa ættingjum Xiaobo að fara til Noregs og veita friðarverðlaununum viðtöku fyrir hans hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×