Enski boltinn

Van Persie segir Wenger ekki hafa hlustað á sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie, leikmaður Arsenal.
Robin van Persie, leikmaður Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Robin van Persie, leikmaður Arsenal, segist hafa ráðlagt stjóranum Arsene Wenger að kaupa landa sinn Rafael van der Vaart í haust. Van der Vaart fór þess í stað til nágrannanna í Tottenham þar sem hann hefur blómstrað í vetur.

„Ég nefndi það nokkrum sinnum við Wenger að Rafael yrði góður leikmaður fyrir Arsenal en hann hlustaði ekki á mig. Ég er smá svekktur að hann kom ekki til okkar en hann var í fullum rétti og þetta var bara skoðunin mín," sagði Robin van Persie.

„Van der Vaart er frábær fótboltamaður og ég þekki vel hæfileika hans. Það líka hægt sjá hvað hann hefur gert fyrir Tottenham. Þeir voru með gott lið áður en hann kom en með hann innanborðs en Tottenham komið í fremstu röð," segir Robin van Persie.

Robin van Persie er sjálfur orðin góður af ökklameiðslunum sem hafa haldið honum frá keppni síðan í lok ágúst. Hann mun því væntanlega mæta landa sínum á Emirates leikvanginum á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×