Enski boltinn

Real til í að greiða 60 milljónir punda fyrir Rooney?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Breska blaðið Daily Star segir í dag að Real Madrid sé að íhuga að bjóða Man. Utd 60 milljónir punda fyrir enska landsliðsframherjann, Wayne Rooney.

Sir Alex Ferguson mun líklega aldrei taka í mál að selja Rooney og hann myndi hugsanlega hætta hjá félaginu ef Glazer-feðgar tækju upp á því að selja Rooney.

Real keypti Cristiano Ronaldo frá United á 80 milljónir punda og Ronaldo hefur lýst yfir miklum áhuga á að fá Rooney til Spánar.

Rooney hefur farið á kostum á tímabilinu og er þegar búinn að skora 16 mörk.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×