Lífið

Leitar að litlum Ásdísum

Það geta ekki allir verið „gordjöss“, en Ásdís Rán ætlar að hjálpa þeim sem vilja það. fréttablaðið/anton
Það geta ekki allir verið „gordjöss“, en Ásdís Rán ætlar að hjálpa þeim sem vilja það. fréttablaðið/anton
„Ég kem til landsins fyrir jól til að kynna vöruna í verslunum um allt land og verð væntanlega í leiðinni líka að leita að litlum Ásdísum á aldrinum 16 til 20 ára til að vera andlit vörunnar með mér,“ segir fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir.

Ásdís hyggst setja á markað fyrir jól Icequeen Beauty Kit, en það er snyrtivörulína fyrir ungar stúlkur. „Töskurnar innihalda uppáhaldssnyrtivörurnar mínar sem eru nauðsynlegar til að lúkka gordjöss,“ segir Ásdís, en hún er nú að koma sér fyrir á nýju heimili í Þýskalandi.

Ásdís er í samstarfi við Kristínu Stefánsdóttur hjá snyrtivörufyrirtækinu No Name en ekki er vitað hvaða vörur verður að finna í töskunum. „Það er ennþá leynd yfir því, en það kemur í ljós fljótlega þegar þetta er allt komið í sölu.“ - afbFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.