Fótbolti

Ísrael ekki búið að tapa á Bloomfield í fjögur ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dudu Aouate, markvörður Mallorca er fyrirliði Ísrael.
Dudu Aouate, markvörður Mallorca er fyrirliði Ísrael. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ísland mætir Ísrael í vináttulandsleik í Tel Aviv í kvöld og fer leikurinn fram á Bloomfield leikvanginum og hefst kl. 17:35 að íslenskum tíma. Þetta verður fyrsti landsleikur Ísraels á vellinum í tuttugu mánuði en ísraelska landsliðið spilar jafnan heimaleiki sína á þjóðarleikvanginum í Ramat Gan sem er í úthverfi Tel Aviv.

Bloomfield leikvangurinn er ekki ekki í svokölluðum heimsklassa hjá FIFA og hafa heimamenn því ekki spilað alvörulandsleiki sína á vellinum síðustu ár. Ef marka má gengi landsliðsins á vellinum ættu Ísraelsmenn þó að spila fleiri leiki á Bloomfield.

Ísrael hefur nefnilega leikið tíu landsleiki í röð á vellinum án þess að tapa en síðasta þjóðin til að vinna Ísrael á Bloomfield voru Króatar sem unnu þar 4-3 sigur 15. nóvember 2006 eða fyrir rétt rúmum fjórum árum síðan.

Ísrael hefur unnið sjö af síðustu átta leikjum sínum á vellinum og þar á meðal er 2-1 sigur á Rússum 17. nóvember 2007. Englendingar náðu sem dæmi ekki að vinna þar þegar þeir gerðu markalaust jafntefli á vellinum 28. mars 2007.

Nú er að sjá hvað íslenska landsliðið gerir á Bloomfield í kvöld en í íslenska liðið vantar margar leikmenn vegna meiðsla og veikinda. Það má heldur ekki gleyma því að Ísraelsmenn eru 55 sætum ofar á styrkleikalista FIFA sem gefin var út í dag.

Síðustu landsleikir Ísraela á Bloomfield í Tel Aviv

11. febrúar 2009 Ísrael-Ungverjaland 1-0*

19. nóvember 2008 Ísrael-Fílabeinsströndin 2-2*

26. mars 2008 Ísrael-Chile 1-0*

6. febúar 2008 Ísrael-Rúmenía 1-0*

21. nóvember 2007 Ísrael-Makedónía 1-0

17. nóvember 2007 Ísrael-Rússland 2-1

17. október 2007 Ísrael-Hvíta Rússland 2-1*

28. mars 2007 Ísrael-Eistland 4-0

25. mars 2007 Ísrael-England 0-0

7. febrúar 2007 Ísrael-Úkraína 1-1*

15. nóvember 2006 Ísrael-Krótaía 3-4

* Vináttulandsleikur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×