Enski boltinn

Agbonlahor á leið í aðgerð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn skemmtilegi leikmaður Aston Villa, Gabriel Agbonlahor, verður frá æfingum og keppni næstu tvær vikurnar þar sem hann þarf að fara í minniháttar aðgerð. Hann fer í hana á mánudag.

Hann mun því missa af næstu leikjum Villa sem og næsta landsliðsverkefni Englands.

Agbonlahor meiddist á æfingu og er mjög þjáður eftir því sem stjóri liðsins, Gerard Houllier, segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×