Fótbolti

Fabio Capello: Við vorum heppnir að ná jafntefli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabio Capello, þjálfari Englendinga.
Fabio Capello, þjálfari Englendinga. Mynd/Nordic Photos/Getty
Englengingar náðu aðeins markalausu jafntefli á móti Svartfjallalandi í undankeppni EM í gær og tapaði enska liðið þar með sínum fyrstu stigum í undankeppninni. Þetta var líka fyrsta heimaleikurinn sem England vinnur ekki í tvö ár.

„Þeir eru með mjög gott lið, samhelt lið sem vinnur vel saman og hleypur mikið," sagði Fabio Capello um lið Svartfjallalands sem er á toppnum í riðlinum eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu 4 leikjum sínum og náð í 10 af 12 mögulegum stigum.

„Ég gat sagt að við höfum verið heppnir að ná jafntefli því þeir áttu eitt skot og það fór í slánna. Í hinum leikjunum þeirra sköpuðu þeir eitt færi og unnu leikina 1-0. Við vorum því heppnir," sagði Fabio Capello.

„Þeir eru alls ekki með slæmt lið. Stundum geta litlar þjóðir skilað góðum leikmönnum og þeir eru með bullandi sjálfstraust eftir sigur í fyrstu þremur leikjunum. Þeir voru sterkir, þéttir og spiluðu vel," sagði Capello.

„Við sköpuðum ekki mikið í markalausa jafnteflinu á móti Alsír á HM en við áttum fjögur eða fimm góð færi í þessum leik. Markvörðurinn var besti leikmaður Svartfjallalands í leiknum en við verðum að sætta okkur við þessi úrslit. Þetta er fótbolti en ekki box þar sem þú færð stig fyrir að lemja meira á andstæðingnum," sagði Capello.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×