Fótbolti

Einkunnir íslenska liðsins gegn Portúgal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Anton
Mynd/Anton

Ísland tapaði í gær gegn Portúgal, 1-3, á Laugardalsvelli. Mikið breytt lið Íslands barðist vel en átti við ofurelfi að etja.

Heiðar Helguson var besti maður íslenska liðsins í gær og rúllaði Pepe, varnarmanni Real Madrid, upp í skallaboltunum.

Einkunnir Íslands:

Gunnleifur Gunnleifsson 5

Varði nokkrum sinnum vel, sérstaklega einu sinni í seinni hálfleik skömmu áður en hann fékk á sig þriðja markið. Gunnleifur verður þó líklega dæmdur af þessu þriðja marki sem hann gaf Portúgal í seinni hálfleik.

Indriði Sigurðsson 6

Skynsamur í öllum sínum leik og lenti sjaldnast í vandræðum með vængmanninn hægra megin.

Kristján Örn Sigurðsson 7

Vann flestar ef ekki allar tæklingar á lofti og legi og fór fyrir íslensku vörninni.

Ragnar Sigurðsson 6

Stóð sig ágætlega, gerði fá mistök og hélt Hugo Almeida nánast niðri þann tíma sem portúgalski sóknarmaðurinn var inná.

Grétar Rafn Steinsson 5

Stóð sig ágætlega varnarlega en var mjög mistækur í sendingum og skilaði litlu fram á völlinn.

Ólafur Ingi Skúlason 6

Fastur fyrir og gaf ekkert eftir í tæklingum. Var ekki að reyna of mikið og skilaði sínu vel.

Helgi Valur Daníelsson 5

Hélt vel svæðinu á miðjunni en var ekki áberandi og lítið í boltanum.

Eiður Smári Guðjohnsen  5

Duglegri en oft áður og leysti nokkrum sinnum skemmtilega úr hlutunum. Hann náði samt lítið að ógna á síðasta þriðjunginum.

Birkir Már Sævarsson 6

Gaf tóninn í byrjun og pressaðaði varnarmenn Portúgals vel allan leikinn. Hann hefði mátt gera meira á síðasta þriðjunginum.

Theodór Elmar Bjarnason  5

Var grimmur í byrjun og lét finna fyrir sér. Hann vann vel varnarlega en ógnaði ekki nógu mikið fram á við.

Heiðar Helguson 7

Átti frábæran fyrri hálfleik þar sem hann fór illa með Pepe en gekk ekki eins vel með Ricardo Carvalho í seinni hálfleiknum.

Varamenn:

Gunnar Heiðar Þorvaldsson fyrir Theodór Elmar á 68. mínútu.  5

Veigar Páll Gunnarsson fyrir Birki Má á 85. mínútu  -

Arnór Sveinn Aðalsteinsson fyrir Indriða á 85. mínútu -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×