Fótbolti

Heimsmeistarar Þjóðverja frá 1954 notuðu amfetamín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þjóðverjar fagna hér sigri fyrir 56 árum.
Þjóðverjar fagna hér sigri fyrir 56 árum. Mynd/AFP
Ný rannsókn í háskólanum í Leipzig í Þýskalandi hefur sýnt fram á það að fyrstu heimsmeistarar Þjóðverja hafi fengið ólögleg lyf fyrir úrslitaleikinn á HM í Sviss 1954. Þýska liðið komu öllum á óvart með því að vinna 3-2 sigur á gríðarsterku liði Ungverja í úrslitaleiknum.

Ungverjar voru með Ferenc Puskas í fararbroddi, höfðu leikið 32 leiki í röð án taps, unnið 8-3 sigur á þýska liðinu í riðlakeppninni og komust í 2-0 eftir átta mínútna leik í úrslitaleiknum.

Þýska liðið kom sér aftur inn í leikinn á blautum og þungum vellinum og það var síðan Helmut Rahn sem skoraði sigurmarkið á 84. mínútu. Eftir leikinn var talað um kraftaverkið í Bern en þetta var fyrsti heimsmeistaratitill Þjóðverja.

Niðurstaða rannsóknarinnar hjá háskólanum í Leipzig er sú að leikmenn þýska liðsins hafi ekki verið sprautaðir með C-vítamíni fyrir leikinn eins og þeir héldu sjálfir heldur hafi verið í spratunum amfetamín. Amfetamín var einnig notað af þýskum hermönnunum í seinni heimsstyrjöldinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×