Fótbolti

Donovan fær ekki að fara frá Bandaríkjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Yfirmenn MLS-deildarinnar hafa engan áhuga á því að sleppa Landon Donovan frá LA Galaxy svo hann geti spilað með félagi í Evrópu.

Donovan er orðinn þjóðhetja í Bandaríkjunum eftir HM í knattspyrnu og yfirmenn deildarinnar vilja nýta Donovan sem best til þess að styrkja vinsældir knattspyrnunnar í Bandaríkjunum enn frekar í sessi.

Donovan hefur leikið með Bayer Leverkuson, FC Bayern og Everton og er talinn vilja reyna enn frekar fyrir sér í Evrópu. Hann skrifaði aftur á móti undir fjögurra ára samning við Galaxy árið 2009.

"Hann er orðinn alvöru hetja. MLS þarf á hetjum að halda og Donovan þarf að halda kyndlinum á lofti. Landon er að mínu mati besti leikmaður sinnar kynslóðar í Bandaríkjunum og við höfum ekki efni á því að missa hann úr deildinni," sagði Don Garber, yfirmaður deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×