Innlent

Fáar kærur gegn lögreglu enda með dómi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Valtýr Sigurðsson er ríkissaksóknari. Mynd/ Anton.
Valtýr Sigurðsson er ríkissaksóknari. Mynd/ Anton.
Um 112 kærur bárust ríkissaksóknara á árunum 2005 til 2009 á hendur starfsmönnum lögreglu vegna meintra brota þeirra í störfum. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar.Í svarinu kemur jafnframt fram að af þessum 112 voru 33 mál felld niður, fallið var frá saksókn í þremur málum, rannsókn var hætt í 51 máli og kæru vísað frá í 13 málum. Hins vegar gekk dómur eða viðurlagaákvörðun í þremur málum og voru níu mál í vinnslu um áramótin 2009-2010. Ekki liggur fyrir hve margar kærur voru dregnar til baka í þeim málum þar sem rannsókn var hætt.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.