Enski boltinn

Rio Ferdinand með Manchester United um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand á æfingu hjá Manchester United á dögunum.
Rio Ferdinand á æfingu hjá Manchester United á dögunum. Mynd/AFP
Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, mun spila sinn fyrsta leik í þrjá mánuði þegar United mætir Hull í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Ferdinand var síðast með Manchester á móti Liverpool í október.

„Þetta er rétti tíminn fyrir hann að koma aftur inn," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. „Við erum búnir að fara í gegnum allt með honum og hann er klár bæði úthaldslega og æfingalega," sagði Ferguson.

„Þetta verður okkur mikill styrkur því vörnin hefur verið okkar veikleiki á þessu tímabili," sagði Ferguson.

„Við höfum misst þá Ferdinand, Nemanja Vidic, Edwin van der Sar og John O'Shea sem hefur reynt mikið á liðið. Það er gott að vera að fá menn til baka," sagði Ferguson en Vidic verður þó ekki með næstu vikurnar og O'Shea er frá út tímabilið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×