Innlent

Allt að 17 króna verðmunur á bensínlítranum

Mynd/Vísir.

Allt að sautján króna verðmunur er nú orðinn á bensínlítranum í landinu,eftir að verð á ómönnuðum stöðvum var enn lækkað í gær.

Þar er verðið nú liðlega 190 krónur fyrir lítrann, en liðlega 201 krónur í sjálfsafgreiðslu á stórum mönnuðum stöðvum.

Kjósi viðskiptavinir svo að láta dæla á bílinn fyrir sig, bætast fimm krónur við hvern lítra þannig að verðið fer upp í rúmar 206 krónur. Þannig kostar það um 250 krónur aukalega að láta afgreiðslumann fylla á meðal fólksbíl, sem tekur um 50 lítra af bensíni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×