Umfjöllun: Guðmundur Steinn hélt Val á beinu brautinni Elvar Geir Magnússon skrifar 14. júní 2010 18:15 Valur vann fjórða leik sinn í röð Pepsi-deildinni með því að leggja Selfoss 2-1 á Hlíðarenda í kvöld. Varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson var hetja heimamanna og skoraði sigurmarkið í leiknum. Valsmenn eru heldur betur á beinu brautinni. Liðið býr yfir sprækum og sí ógnandi mönnum fram á við, vinnusömum miðjumönnum og er sífellt að verða þéttara til baka. Þessi velgengni er engin tilviljun. Selfyssingar hafa nú tapað þremur leikjum í röð og ljóst að þeir þurfa að fara að safna stigum til að forðast það að lenda í erfiðum málum. Martin Pedersen lék ekki með Valsmönnum í kvöld vegna leikbanns en hjá Selfossi var sóknarmannsins Sævars Þórs Gíslasonar sárt saknað. Hann hefur enn ekki náð að jafna sig á meiðslum sem hann hlaut í leik gegn Fram á dögunum. Leikurinn í kvöld var lengi vel ansi braðgdaufur og komu færin í skorpum. Um miðbik fyrri hálfleiksins fékk Valur nokkur dauðafæri sem ekki nýttust og staðan í hálfleik var markalaus. Seinni hálfleikurinn byrjaði ansi fjörlega því strax á fyrstu mínútu hans kom Davíð Birgisson Selfossi yfir eftir undirbúning Ingþórs Guðmundssonar sem komið hafði inn sem varamaður í hálfleiknum. Valsmenn voru ekki lengi að jafna sig á þessu og Ian Jeffs jafnaði í 1-1 strax í næstu sókn á meðan Selfyssingar í stúkunni voru enn að fagna marki Davíðs. Eftir þetta jöfnunarmar datt leikurinn niður og jafnvægi komst aftur á. Bæði lið áttu efnilegar sóknir en markið sem réði úrslitum kom á 78. mínútu. Guðmundur Steinn var að spila sinn fyrsta leik fyrir Val í Pepsi-deildinni þetta sumarið eftir að hafa byrjað tímabilið á láni hjá HK í 1. deildinni. Skallamark hans réði úrslitum en fjórum mínútum áður hafði hann komið inn sem varamaður. Valur - Selfoss 2-10-1 Davíð Birgisson (46.) 1-1 Ian Jeffs (47.) 2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (78.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 1.009Dómari: Þorvaldur Árnason (7). Tölfræði leiksins:Skot (á mark): 14-6 (5-5) Varin skot: Kjartan 4 – Jóhann 3 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 11-14. Rangstöður: 3-1.Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Greg Ross 4 Reynir Leósson 7 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Rúnar Már Sigurjónsson 5 Sigurbjörn Hreiðarsson 7* Maður leiksins Haukur Páll Sigurðsson 6 Ian Jeffs 7 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 (74. Guðmundur Steinn Hafsteinsson -) Arnar Sveinn Geirsson 6 Dannig König 6 (80. Viktor Unnar Illugason -)Selfoss 4-3-3 Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 5 (90. Einar Ottó Antonsson -) Agnar Bragi Magnússon 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Andri Freyr Björnsson 5 (90. Viðar Örn Kjartansson -) Jón Guðbrandsson 7 Arilíus Marteinsson 4 Guðmundur Þórarinsson 5 (46. Ingþór Jóhann Guðmundsson 5) Ingi Rafn Ingibergsson 5 Jón Daði Böðvarsson 6 Davíð Birgisson 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Valur vann fjórða leik sinn í röð Pepsi-deildinni með því að leggja Selfoss 2-1 á Hlíðarenda í kvöld. Varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson var hetja heimamanna og skoraði sigurmarkið í leiknum. Valsmenn eru heldur betur á beinu brautinni. Liðið býr yfir sprækum og sí ógnandi mönnum fram á við, vinnusömum miðjumönnum og er sífellt að verða þéttara til baka. Þessi velgengni er engin tilviljun. Selfyssingar hafa nú tapað þremur leikjum í röð og ljóst að þeir þurfa að fara að safna stigum til að forðast það að lenda í erfiðum málum. Martin Pedersen lék ekki með Valsmönnum í kvöld vegna leikbanns en hjá Selfossi var sóknarmannsins Sævars Þórs Gíslasonar sárt saknað. Hann hefur enn ekki náð að jafna sig á meiðslum sem hann hlaut í leik gegn Fram á dögunum. Leikurinn í kvöld var lengi vel ansi braðgdaufur og komu færin í skorpum. Um miðbik fyrri hálfleiksins fékk Valur nokkur dauðafæri sem ekki nýttust og staðan í hálfleik var markalaus. Seinni hálfleikurinn byrjaði ansi fjörlega því strax á fyrstu mínútu hans kom Davíð Birgisson Selfossi yfir eftir undirbúning Ingþórs Guðmundssonar sem komið hafði inn sem varamaður í hálfleiknum. Valsmenn voru ekki lengi að jafna sig á þessu og Ian Jeffs jafnaði í 1-1 strax í næstu sókn á meðan Selfyssingar í stúkunni voru enn að fagna marki Davíðs. Eftir þetta jöfnunarmar datt leikurinn niður og jafnvægi komst aftur á. Bæði lið áttu efnilegar sóknir en markið sem réði úrslitum kom á 78. mínútu. Guðmundur Steinn var að spila sinn fyrsta leik fyrir Val í Pepsi-deildinni þetta sumarið eftir að hafa byrjað tímabilið á láni hjá HK í 1. deildinni. Skallamark hans réði úrslitum en fjórum mínútum áður hafði hann komið inn sem varamaður. Valur - Selfoss 2-10-1 Davíð Birgisson (46.) 1-1 Ian Jeffs (47.) 2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (78.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 1.009Dómari: Þorvaldur Árnason (7). Tölfræði leiksins:Skot (á mark): 14-6 (5-5) Varin skot: Kjartan 4 – Jóhann 3 Horn: 4-8 Aukaspyrnur fengnar: 11-14. Rangstöður: 3-1.Valur 4-3-3 Kjartan Sturluson 6 Greg Ross 4 Reynir Leósson 7 Atli Sveinn Þórarinsson 6 Rúnar Már Sigurjónsson 5 Sigurbjörn Hreiðarsson 7* Maður leiksins Haukur Páll Sigurðsson 6 Ian Jeffs 7 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 (74. Guðmundur Steinn Hafsteinsson -) Arnar Sveinn Geirsson 6 Dannig König 6 (80. Viktor Unnar Illugason -)Selfoss 4-3-3 Jóhann Ólafur Sigurðsson 5 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 5 (90. Einar Ottó Antonsson -) Agnar Bragi Magnússon 6 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Andri Freyr Björnsson 5 (90. Viðar Örn Kjartansson -) Jón Guðbrandsson 7 Arilíus Marteinsson 4 Guðmundur Þórarinsson 5 (46. Ingþór Jóhann Guðmundsson 5) Ingi Rafn Ingibergsson 5 Jón Daði Böðvarsson 6 Davíð Birgisson 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira