Enski boltinn

Mancini: Chelsea og Arsenal eru betri en Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City og Carlo Ancelotti sést fyrir aftan hann,
Roberto Mancini, stjóri Manchester City og Carlo Ancelotti sést fyrir aftan hann, Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er ennþá harður á því að Chelsea vinni enska meistaratitilinn annað árið í röð. Mancini segir að tæknilega sé Arsenal eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem eigi eitthvað í Chelsea en það skilji á milli liðanna þegar kemur að líkamlega þættinum.

„Chelsea er besta liðið í ensku úrvalsdeildinni. Tæknilega er Arsenal á pari við þá en Chelsea er miklu líkamlega sterkara lið. Þar liggur eini möguleikinn og því tel ég að Chelsea muni vinna," sagði Mancini og segir með þessu að Chelsea og Arsenal séu bæði betri en Manchester United.

Mancini stýrði Manchester City til 1-0 sigur á Chelsea á dögunum en eftir leikinn talaði hann við Carlo Ancelotti, landa sinn og stjóra Chelsea. „Ég sagði við Carlo eftir leikinn að ég hafi unnið leikinn en að hann muni vinna deildina þannig að hann væri betur staddur en ég," sagði Mancini og bætti við:

„Það hefur ekkert breyst ég spái ennþá að Chelsea vinni titilinn," sagði Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×