Enski boltinn

Anelka langar að spila í Bandaríkjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Bróðir og umboðsmaður franska framherjans, Nicolas Anelka, hefur greint frá því að Anelka gæti farið til Bandaríkjanna þegar samningur hans við Chelsea rennur út árið 2012.

Hann er þó alls ekki óánægður hjá Chelsea og mun klára ferilinn þar sem bros á vör.

Anelka hefur verið hjá félaginu í um þrjú ár sem er óvenju langur tími hjá honum enda mikil flökkukind.

Thierry Henry, félagi Anelka, er að spila í Bandaríkjunum og Anelka langar að feta í fótspor hans og hafa það náðugt síðustu árin í boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×