Enski boltinn

Gérard Houllier spenntur fyrir Karim Benzema

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karim Benzema.
Karim Benzema. Mynd/AP
Franski landsliðsmaðurinn Karim Benzema hefur ekki fundið sig hjá Real Madrid síðan félagið keypti hann á 35 milljónir evra frá Lyon.

Gérard Houllier, var stjóri Benzema hjá Lyon á sínum tíma, og segist ekki þurfa að hugsa sig lengi um ef hann gæti keypt Benzema til Aston Villa.

„Ef Karim vill koma og spila með Aston Villa þá myndi ég smemja við hann á morgun," segir Houllier sem er langt kominn með að klára sex mánaða samning við landa sinn Robert Pires.

Karim Benzema er 25 ára gamall en hann hefur "bara" skorað 11 mörk í 48 leikjum í öllum keppnum með Real Madrid þar af aðeins 2 mörk í 15 leikjum á þessu tímabili.

Houllier ætlar að ná í fleiri leikmenn í janúarglugganum en hefur þegar gefið það út að Michael Owen verði ekki einn af þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×