Enski boltinn

José Reina: Ég vil ekki fara frá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
José Reina
José Reina Mynd/AP
José Reina, markvörður Liverpool, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann vilji fara frá enska úrvalsdeildarliðinu. Enskir fjölmiðlar skrifuðu um það í gær að Reina hefði beðið stjórann Roy Hodgson um að fá að fara frá Anfield.

„Ég hef séð blaðið sem ýjaði að þessu en þetta er algjörlega ósatt. Ég hef ekki sagt við stjórann að ég vilji fara hvorki í janúar né á öðrum tíma. Það er mikilvægt að stuðningsmenn okkar viti þetta. Ég á mikið eftir að samningi mínum við félagið og ætla að standa við hann," segir Pepe Reina í viðtali við Guardian.

„Ég hitti nýja eigandann á dögunum ásamt öðrum leikmönnum liðsins og ég var mjög sáttur við það sem hann sagði okkur," sagði Reina sem er í spænska landsliðshópnum fyrir vináttuleik á móti Portúgal í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×