Enski boltinn

Brian Kidd líkir Mancini við Sir Alex Ferguson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini stjóri Manchester City.
Roberto Mancini stjóri Manchester City. Mynd/AP
Brian Kidd, aðstoðarmaður Roberto Mancini hjá Manchester City, ætti að þekkja muninn á stjórum Manchester-liðanna betur en flestir enda búinn að vinna með þeim báðum.

Kidd var fulltrúi Manchester City í viðtölum við fjölmiðla eftir 3-1 sigur liðsins á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær og þar líkti hann Roberto Mancini við Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United.

„Ég sé sömu löngun, sama metnað og sömu ástríðu hjá Roberto og ég sá hjá Alex Ferguson þegar ég vann með honum á sínum tíma," sagði Brian Kidd en United vann marga titla á árunum 1991 til 1998 þegar hann var aðstoðarmaður Sir Alex.

„Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vinna með honum á æfingavellum og þar sem hann leggur ómælanlega vinnu í taktík og skipulag liðsins. Það er gaman að sjá hann uppskera eftir þá miklu vinnu," sagði Kidd.

„Ég sé allt til alls hjá Roberto til þess að ná góðum árangri. Hann hefur öll einkenni sigurvegara. Hann tekur eftir öllum smáatriðum og leggur mikið á sig enda sættir hann sig aldrei við að vera númer tvö," sagði Kidd.

„Hann svekkir sig á öllum mistökum og hann er frábær stjóri. Manchester City ætti að fagna því að hafa hann sem stjóra," sagði Kidd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×