Enski boltinn

Leik Fulham og Portsmouth frestað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth.
Hermann Hreiðarsson í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Ákveðið hefur verið að fresta leik Fulham og Portsmouth sem átti að fara fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Mikil snjókoma og kalt veður hefur gert það að verkum að fjöldamörgum leikjum í neðri deildunum á Englandi hefur verið frestað sem og fjölda annarra íþróttaviðburða.

Leikur Fulham og Portsmouth er fyrsti úrvalsdeildarleikurinn sem frestað er af leikjum helgarinnar en forráðamenn Liverpool hafa víst óskað eftir því að leik liðsins við Tottenham á heimavelli verði frestað af sömu ástæðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×