Enski boltinn

Jo kominn úr skammarkróknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jo fagnar marki í leik með Everton.
Jo fagnar marki í leik með Everton. Nordic Photos / Getty Images
David Moyes hefur tekið Brasilíumanninn Jo aftur inn í leikmannahóp Everton eftir að hann var settur út í kuldann nýverið fyrir að fara í leyfisleysi til Brasilíu.

Jo fór heim til sín um jólin án þess að hafa fengið leyfi til þess hjá Moyes. Meiðsli annarra leikmanna gerði það að verkum að hans var sárt saknað hjá liðinu.

Hann mun líklega snúa aftur til æfinga á mánudaginn en spilar ekki með liðinu gegn Arsenal um helgina.

„Hann var bæði sektaður og rekinn úr liðinu en mun byrja að æfa aftur á mánudaginn. Þá verður þessu máli lokið," sagði Moyes við enska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×