Enski boltinn

Campbell aftur á leið til Arsenal?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sol Campbell í leik með Portsmouth á síðustu leiktíð.
Sol Campbell í leik með Portsmouth á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Sol Campbell sé á góðri leið með að ganga aftur til liðs við sitt gamla félag, Arsenal.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er sagður reiðubúinn að bjóða Campbell samning til loka tímabilsins en aðeins ef honum tekst að selja Philippe Senderos.

Campbell hefur verið að æfa með Arsenal síðan hann hætti hjá Notts County í september eftir að hafa spilað aðeins einn leik með félaginu.

Wenger hefur þótt mikið til hans koma og er hann víst viljugur að gera nokkuð sem hann hefur aldrei áður gert - að semja við fyrrverandi leikmann félagsins.

Campbell hefur einnig verið orðaður við Hull.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×