Fótbolti

Drillo: Þetta verður barátta á milli Noregs og Portúgals

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Egil "Drillo" Olsen.
Egil "Drillo" Olsen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Egil "Drillo" Olsen hefur stýrt norska landsliðinu til sigurs í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni EM en Norðmenn unnu 2-1 sigur á Kýpverjum á föstudagskvöldið. Noregur er líka í riðli með Íslandi, Dönum og Portúgal.

Egil "Drillo" Olsen er þegar farinn að dreyma um lokakeppnina í Úkraínu og Póllandi en telur að norska liðið fái mestu samkeppnina um sigur í riðlinum frá Portúgal.

„Það kom ekki mikið á óvart að Danirnir hafi ekki náð að skapa sér neitt í í leiknum á móti Portúgal. Þetta endar líklega með einvígi á milli okkar og Portúgals um sigurinn í riðlinum. Það mun mikið skýrast í heimaleiknum okkar á móti Dönum," sagði Egil "Drillo" Olsen við Verdens Gang en Norðmenn fá Dani í heimsókn í mars.

„Það myndi koma mér mikið á óvart ef Portúgal ynni alla leikina sem liðið á eftir í riðlinum og endi með 19 stig. Þess vegna tel ég það dugi okkur að ná í 18 stig til þess að vinna riðilinn," segir Drillo en Norðmenn ættu þá að tryggja sér sigur í riðlinum með því að vinna þá þrjá heimaleiki sem liðið á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×