Enski boltinn

Essien byrjaður að æfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Essien í leik með Chelsea.
Michael Essien í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Michael Essien er byrjaður að æfa með Chelsea á nýjan leik og ætti því að geta spilað með Gana í Afríkukeppninni.

Essien meiddist í leik Chelsea og Apoel Nicosia í Meistaradeildinni í byrjun desember. Hann fer til Angóla þar sem Afríkukeppnin fer fram á laugardag og mun læknir frá Chelsea fylgja honum þangað.

Þó er talið ólíklegt að hann muni spila með Gana í fyrsta leik liðsins gegn Tógó á mánudag.

Það eru þó nokkrir landsliðsmenn Gana frá vegna meiðsla. Þeirra á meðal eru fyrirliðinn Stephen Appiah, John Mensah, John Pantsil og Laryea Kingston.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×