Enski boltinn

Hull vill fá Caicedo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Felipe Caicedo.
Felipe Caicedo. Nordic Photos / AFP
Hull City vill fá sóknarmanninn Felipe Caicedo að láni frá Manchester City til loka núverandi leiktíðar.

Caicedo er sem stendur í láni hjá Sporting Lissabon í Portúgal og hefur verið orðaður við nokkur félög.

Phil Brown, stjóri Hull, sagði í samtali við fréttastofu BBC að hann vonaðist til að fá Caicedo fyrir leik liðsins gegn Chelsea á laugardaginn.

Brown sagði þá einnig að Stephen Hunt væri ekki á leið frá félaginu en hann hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×