Fótbolti

Frábært mark Jóhanns Berg - myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Leikmenn AZ fagna Jóhanni í gær.
Leikmenn AZ fagna Jóhanni í gær. AFP
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði magnað mark fyrir AZ Alkmaar í undankeppni Evrópudeildar UEFA í gær. AZ vann leikinn gegn Íslendingaliðinu IFK Gautaborg 2-0.

Fyrra markið kom á 52. mínútu en þremur mínútum síðar var komið að íslenska landsliðsmanninum.

Jóhann fékk boltann langt fyrir utan vítateig, leit upp og setti boltann glæsilega yfir markmanninn í stöngina og inn.

Vel gert hjá Jóhanni sem er á góðri leið með að stimpla sig rækilega inn í aðallið AZ fyrir tímabilið.

Myndband af markinu má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×