Enski boltinn

Michel á leið til Birmingham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michel í leik með Sporting Gijon.
Michel í leik með Sporting Gijon. Nordic Photos / AFP
Forráðamenn Sporting Gijon frá Spáni hafa staðfest að félagið hefur tekið tilboði Birmingham í miðvallarleikmanninn Michel.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Birmingham greiða um 3,2 milljónir evra fyrir kappann en fjögurra og hálfs árs samningur bíður hans hjá félaginu.

Manuel Vega Arango, forseti Sporting Lissabon, staðfesti þetta og sagði söluna nauðsynlega til að styrkja fjárhag félagsins.

„Ég skil vel að þjálfarinn vill ekki missa leikmenn en þetta er eitthvað sem við þurfum að gera," sagði hann við fjölmiðla á Spáni.

Michel er 24 ára gamall Spánverji en hann hóf atvinnumannaferil sinn með Sporting Gijon árið 2004. Hann hefur leikið 125 leiki með félaginu og skorað í þeim sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×