Enski boltinn

Scholes sér eftir því að hafa ekki farið á HM

Elvar Geir Magnússon skrifar
Paul Scholes í leik með Man Utd.
Paul Scholes í leik með Man Utd.

Aðstoðarmaður Fabio Capello, Franco Baldini, hringdi í Paul Scholes fyrir heimsmeistaramótið í sumar og bað hann um að taka landsliðsskóna af hillunni og leika með á mótinu.

„Hann gaf mér einn dag til að hugsa málið og ég gerði það. Hefði ég fengið lengri tíma hefði ég sagt já," segir Scholes.

„Ég sé eftir því að hafa ekki tekið slaginn. Fólk segir við mig að það hafi bara verið gott fyrir mig að taka ekki þátt í þessum skrípaleik en ég er ekki sammála því."

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hvatti Scholes til að vera með á HM en þrátt fyrir það ákvað miðjumaðurinn rauðhærði að gefa afsvar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×