Enski boltinn

Liverpool og Fulham sögð bítast um Kiessling

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefan Kiessling.
Stefan Kiessling. Nordic Photos / Bongarts
Samkvæmt enskum og þýskum fjölmiðlum munu ensku úrvalsdeildarfélögin Liverpool og Fulham bæði hafa áhuga á að fá þýska sóknarmanninn Stefan Kiessling til liðs við sig.

Kiessling, sem leikur með Bayer Leverkusen, hefur verið orðaður við fleiri félög, svo sem AC Milan, Schalke og Rubin Kazan en umboðsmaður hans staðfesti í samtali við Bild að þessi félög, sem og Liverpool, hafi spurst fyrir um leikmanninn á síðustu vikum.

„Það hafa engin formleg tilboð enn sem komið er," sagði umboðsmaðurinn. „Það gæti verið að hann verði seldur í janúar en það er undir Bayer komið."

Leverkusen er sagt vilja fá 8,5 milljónir evra fyrir kappann en hann er samningsbundinn félaginu til 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×