Enski boltinn

Sven-Göran að tala við Leicester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sven-Göran Eriksson stýrði Fílabeinsströndinn á HM í sumar.
Sven-Göran Eriksson stýrði Fílabeinsströndinn á HM í sumar. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sven-Göran Eriksson, fyrrum stjóri Manchester City og enska landsliðsins gæti verið á leiðinni í enska boltann á ný því það kemur til greina að hann tæki við stjórastöðunni hjá Leicester City en Paulo Sousa er hættur hjá félaginu.

Sven-Göran er í viðræðum við enska b-deildarliðið samkvæmt frétt á Guardian en þar kemur líka fram að það sé þegar ljóst að Martin O'Neill mun ekki snúa aftur til Leicester City þar sem að hann náði frábærum árangri á árunum 1995-2000.

Leicester gaf það út á heimasíðu sinni í dag að félagið ætlar ekki að eyða löngum tíma í að finna eftirmann Paulo Sousa. Leicester City hefur aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum í ensku b-deildinni og er sem stendur í neðsta sætinu.

Liðið tapaði síðustu tveimur leikjum sínum og fékk á sig tíu mörk í þeim þannig að það verður verðugt verkefni fryir Svíann að rífa liðið upp taki hann við stjórnartauminum á Walkers Stadium.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×