Fótbolti

Ribery og Benzema ákærðir fyrir vændiskaup - Þriggja ára fangelsi niðurstaðan?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Benzema og Ribery í landsleik.
Benzema og Ribery í landsleik. AFP
Franck Ribery og Karim Benzema hafa verið ákærðir fyrir að stunda vændi með stúlku undir lögaldri. Þeir voru yfirheyrði í dag en þeir gætu fengið þriggja ára fangelsi fyrir vikið.

Ribery segist ekki hafa vitað hversu gömul stúlkan var en stúlkan kom fram fyrir skömmu síðan.

Stúlkan segir sjálf að leikmennirnir hafi ekki vitað aldur hennar og gæti það bjargað strákunum frá fangelsi.

Vændi er löglegt í Frakklandi en vændiskonur þurfa að vera 18 ára gamlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×