Enski boltinn

Eiður Smári áfram á bekknum hjá Stoke

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/GettyImages

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í byrjunarliði Stoke sem mætir Fulham í enska deildarbikarnum á eftir. Eiður Smári hefur ekki enn fengið að byrja leik með Stoke síðan að hann kom þangað frá Mónakó en hann kom inn á sem varamaður í síðasta leik.

Tony Pulis, stjóri Stoke, varð að gera breytingar á framlínu Stoke þar sem að Jon Walters og Jermaine Pennant meiddust í jafnteflinu á móti West Ham en í stað þess að kalla á Eið Smára þá setti hann Ricardo Fuller og Tuncay í byrjunarliðið.

Kenwyne Jones var tæpur fyrir leikinn en hann verður í framlínunni ásamt Ricardo Fuller. Eiður Smári fær þó væntanlega að koma inn á í þessum leik.



Byrjunarlið Stoke (4-4-2): Begovic; Wilkinson, Shawcross, Huth, Higginbotham; Tuncay, Whelan, Diao, Etherington; Fuller, Jones. Varamenn: Sorensen, Gudjohnsen, Soares, Pugh, Walters, Tonge, Delap.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×