Enski boltinn

AC Milan tilbúið að hlusta á tilboð í Huntelaar

Elvar Geir Magnússon skrifar

Tottenham hefur fengið þau skilaboð frá ítalska félaginu AC Milan að það sé tilbúið að hlusta á tilboð í sóknarmanninn hollenska Klaas-Jan Huntelaar.

Huntelaar hefur ekki náð að festa niður rótum síðan hann yfirgaf Ajax þar sem hann raðaði inn mörkunum.

Tottenham hefur áður gert tilraunir til að krækja í Huntelaar en án árangurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×