Enski boltinn

Leeds United komst í 4-1 en tapaði 4-6 í ótrúlegum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Davide Somma og félagar í Leeds fögnuðu of snemma í kvöld.
Davide Somma og félagar í Leeds fögnuðu of snemma í kvöld. Mynd/GettyImages

Það fór fram ótrúlegur fótboltaleikur á Elland Road í ensku b-deildinni í kvöld. Leeds lenti 0-1 undir á móti Preston North End eftir 5 mínútur, var komið yfir í 4-1 eftir 39 mínútur en þurfti samt að sætta sig við tveggja marka tap, 4-6, í tíu marka leik.

Preston North End minnkaði muninn í 4-2 rétt fyrir hálfleik og skoraði síðan fjögur mörk í seinni hálfleiknum. Jon Parkin skoraði þrennu fyrir Preston í kvöld en hin mörkin skoruðu þeir Callum Davidson (víti), Keith Treacy og Iain Hume.

Davide Enrico Somma skoraði tvö mörk Leeds en tvö fyrstu mörkin voru skallamörk frá þeim Luciano Becchio og Alex Bruce.

Leeds United er í 10. sæti deildarinnar eftir þennan leik en Preston North End komst upp úr fallsæti með þessum þriðja sigri liðsins í 9 leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×