Enski boltinn

Leikmenn Man. Utd í vodka-auglýsingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Atvinnumenn í knattspyrnu taka sér ýmislegt fyrir hendur og eru tíðir gestir í hinum ýmsu auglýsingum. Man. Utd auglýsti meðal annars á eftirminnilegan hátt fyrir tyrkneskt flugfélag á dögunum.

Nú hafa þrír leikmenn Man. Utd tekið þátt í auglýsingu fyrir Smirnoff vodka eins furðulegt og það nú hljómar.

Þetta eru þeir Ryan Giggs, Rio Ferdinand og Ji-Sung Park.

Það verður að segjast eins og er að auglýsingin er ansi flott en sjón er sögu ríkari. Hægt er að skoða myndbandið hér að ofan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×