Enski boltinn

Cole: Aldrei lent í slíku mótlæti á ferlinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Joe Cole taldi sig vera að taka skref í rétta átt er hann fór til Liverpool en hann hefur nú viðurkennt að síðustu vikur séu þær verstu á ferlinum.

Cole var rekinn af velli í fyrsta leik sínum með liðinu og það var þess utan fyrsta rauða spjaldið sem hann fékk á ferlinum.

Í næsta leik klúðraði hann víti og þess utan hefur hann ekkert getað rétt eins og aðrir í liðinu.

"Ég hef aldrei gengið í gegnum svona erfitt tímabil. Ég þarf að finna formið mitt, þarf að standa mig miklu betur. Það er á mína ábyrgð," sagði Cole.

"Ég vil svo innilega standa mig vel fyrir félagið og ég er allan daginn að hugsa um hvað ég geti gert til þess að bæta minn leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×