Innlent

Sumarið er greinilega komið

Þessi mynd var tekin í blíðunni á Akureyri í gær.
mynd/Auðunn Níelsson
Þessi mynd var tekin í blíðunni á Akureyri í gær. mynd/Auðunn Níelsson

Landsmenn hafa greinilega fundið fyrir auknum hlýindum síðustu daga eftir langan kuldakafla sem mörgum þótti teygja sig óþarflega langt fram á vorið.

Ekki er að efa að sundlaugar fyllist og grill verði tekin fram, og væntanlega leggja margir land undir fót um helgina.

Fram á laugardag er spáð 8 til 18 stiga hita, reyndar með svolítilli rigningu norðan- og vestanlands en þurrt að kalla sunnan- og austanlands. Hlýjast verður austantil.

Á sunnudag er spáð aðeins lægri hita, eða 2 til 15 stigum, og verður þá svalast norðaustanlands en hlýjast um landið sunnanvert. Úrkomulítið verður víðast hvar og helst þetta fram á þriðjudag hið minnsta.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×