Enski boltinn

Heskey þarf að hafa trú á sjálfum sér

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, segist hafa tröllatrú á framherjanum Emile Heskey og vill að leikmaðurinn hafi sömu trú á sjálfum sér.

Heskey átti góða innkomu í lið Villa í deildarbikarnum og tryggði liðinu síðan sigur gegn Wolves um helgina er hann var valinn í byrjunarlðið í fyrsta skipti í hálft ár.

"Ég sagði við Emile eftir leikinn í deildarbikarnum að þetta gæti hann gert um hverja helgi. Allir leikmenn verða að hafa sjálfstraust, sérstaklega sóknarmenn. Allir hjá félaginu elska Emile en hann þarf að hafa meiri trú á sjálfum sér," sagði Houllier.

"Ég veit ekki hvort hann trúir á mig en ég trúi á hann. Það skiptir miklu máli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×