Enski boltinn

Flottustu mörk helgarinnar í enska boltanum - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það má finna öll mörkin úr ensku úrvalsdeildinni inn á Vísi en þar er einnig að finna val ensku úrvalsdeildarinnar á besta leikmanni og flottustu mörkum hverrar helgar. Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að Arsenal-maðurinn Samir Nasri er efstur á báðum listum eftir nýliðna helgi.

Samir Nasri skoraði bæði mörk Arsenal í 2-1 sigri á Fulham og þessi mörk komu Arsenal ekki aðeins á toppinn í ensku úrvalsdeildinni heldur voru þau valin tvö flottustu mörk helgarinnar í deildinni.

Samir Nasri fékk líka mikið hrós eftir leikinn frá bæði Arsene Wenger, stjóra Arsenal, sem og Mark Hughes, stjóra Fulham. Það er hægt að sjá umfjöllum um val á Nasri sem besta leikmanni helgarinnar með því að smella hér en að ofan er hægt að sjá fimm flottustu mörk helgarinnar.

Það er einnig hægt að skoða flottustu markvörslurnar með því að smella hér og að sjá hvaða ellefu leikmenn komust í lið umferðarinnar með því að smella hér. Þeir sem vilja sjá fimm mínútna samantekt á helginni ættu að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×