Enski boltinn

Mancini heitur fyrir Krasic

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roberto Mancini, stjóri Man. City, viðurkenndi í gær að hann hefði reynt að kaupa Milan Krasic í sumar.

Hann missti þó af leikmanninum sem fór frá CSKA Moskva til Juventus þar sem hann hefur verið að standa sig vel.

"Ég hef lengi fylgst með þessum leikmanni. Ég reyndi að hann fá hann er ég stýrði Inter og aftur núna í sumar," sagði Mancini sem á eflaust eftir að reyna að kaupa hann aftur.

Man. City og Juventus mætast í Evrópudeildinni á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×