Stór dagur hjá íslensku keppendunum í Hollandi 17. ágúst 2010 14:30 Jón Margeir í lauginni. Í morgun syntu í undanrásum á HM fatlaðra í sundi þau Eyþór Þrastarson í 100 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra), Sonja Sigurðardóttir i 50 m baksundi flokki S5 (flokki hreyfihamlaðra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m baksundi í flokki S14 (flokki þroskaheftra). Sá fyrsti til að stinga sér til sunds í morgun var Eyþór Þrastarson sem hafnaði í 9. sæti á tímanum 1:06.85 mín, örfáum sekúndubrotum frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en 8. besti tíminn var 1:06.39 mín – tæpara gat það vart verið. Í 50 m baksundi hafnaði Sonja 12. sæti á tímanum 59.86 sek, nokkuð frá sínum besta tíma en Íslandsmet hennar er 54.12 sek. Keppni í flokki þroskahamlaðra S14 hófst í morgun og þar hafnaði Jón Margeir í 14. sæti á tímanum 1:13.44 mín. og Ragnar Ingi í 18. sæti á tímanum 1:15.43 mín. Til þess að tryggja sér sæti í úrslitum hefðu þeir kappar þurft að synda kringum Íslandsmetið í þessari grein sem er 1:08.14 mín þar sem 8. besti tíminn í sundinu í morgun var 1:08.85 mín. Þá hafnaði Kolbrún Alda í 14. sæti á tímanum 1:29.16 mín og Aníta Ósk í 17. sæti á tímanum 1:32.79 mín og bættu báðar sínn besta tíma. Á morgun keppa þau Eyþór Þrastarson í 50 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m bringusundi í flokki S14 (flokki þroskaheftra). Jón Margeir keppir í úrslitum síðdegis í dag og nær vonandi að gera enn betur en í morgun og gera atlögu að fyrsta verðlaunapeningi Íslands á mótinu. Samhliða heimsmeistaramótinu fara fram ýmsar kynningar, fundir og ráðstefnur tengdar framgangi íþrótta fatlaðra. Þannig hafa verið haldnar ráðstefnur s.s. um þjálfun ungra og efnilegra sundmanna, ráðstefna um sund og fötlun, ráðstefna um blöndun fatlaðra íþróttamanna í önnur sérsambönd og svo mætti áfram telja. Þá hafa þjálfurum og forráðamönnum keppnisþjóðanna verið kynntar þær nýjungar og þeir möguleikar sem til staðar eru í þessari glæsilegu laug t.a.m. möguleika á greiningu á sundi hvers einstaklings. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála og afrekssviðs ÍF, hefur auk þess að fylgjast með gengi íslensku keppendanna setið hluta þeirra ráðstefna sem boðið hefur verið upp á. Innlendar Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
Í morgun syntu í undanrásum á HM fatlaðra í sundi þau Eyþór Þrastarson í 100 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra), Sonja Sigurðardóttir i 50 m baksundi flokki S5 (flokki hreyfihamlaðra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m baksundi í flokki S14 (flokki þroskaheftra). Sá fyrsti til að stinga sér til sunds í morgun var Eyþór Þrastarson sem hafnaði í 9. sæti á tímanum 1:06.85 mín, örfáum sekúndubrotum frá því að tryggja sér sæti í úrslitum en 8. besti tíminn var 1:06.39 mín – tæpara gat það vart verið. Í 50 m baksundi hafnaði Sonja 12. sæti á tímanum 59.86 sek, nokkuð frá sínum besta tíma en Íslandsmet hennar er 54.12 sek. Keppni í flokki þroskahamlaðra S14 hófst í morgun og þar hafnaði Jón Margeir í 14. sæti á tímanum 1:13.44 mín. og Ragnar Ingi í 18. sæti á tímanum 1:15.43 mín. Til þess að tryggja sér sæti í úrslitum hefðu þeir kappar þurft að synda kringum Íslandsmetið í þessari grein sem er 1:08.14 mín þar sem 8. besti tíminn í sundinu í morgun var 1:08.85 mín. Þá hafnaði Kolbrún Alda í 14. sæti á tímanum 1:29.16 mín og Aníta Ósk í 17. sæti á tímanum 1:32.79 mín og bættu báðar sínn besta tíma. Á morgun keppa þau Eyþór Þrastarson í 50 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m bringusundi í flokki S14 (flokki þroskaheftra). Jón Margeir keppir í úrslitum síðdegis í dag og nær vonandi að gera enn betur en í morgun og gera atlögu að fyrsta verðlaunapeningi Íslands á mótinu. Samhliða heimsmeistaramótinu fara fram ýmsar kynningar, fundir og ráðstefnur tengdar framgangi íþrótta fatlaðra. Þannig hafa verið haldnar ráðstefnur s.s. um þjálfun ungra og efnilegra sundmanna, ráðstefna um sund og fötlun, ráðstefna um blöndun fatlaðra íþróttamanna í önnur sérsambönd og svo mætti áfram telja. Þá hafa þjálfurum og forráðamönnum keppnisþjóðanna verið kynntar þær nýjungar og þeir möguleikar sem til staðar eru í þessari glæsilegu laug t.a.m. möguleika á greiningu á sundi hvers einstaklings. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármála og afrekssviðs ÍF, hefur auk þess að fylgjast með gengi íslensku keppendanna setið hluta þeirra ráðstefna sem boðið hefur verið upp á.
Innlendar Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira