Enski boltinn

Jóhannes spilaði allan leikinn í jafntefli

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Jóhannes Karl Guðjónsson spilaði allan leikinn fyrir Huddersfield sem gerði 2-2 jafntefli við Bournemouth í ensku 2. deildinni í kvöld.

Jóhannes spilaði allan leikinn á miðjunni en Huddersfield lenti 0-1 undir en komst svo í 2-1. Gestirnir náðu að jafna 10 mínútum fyrir leikslok.

Huddersfield er í áttunda sæti deildarinnar með átta stig eftir fimm leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×