Lífið

Úr tískunni í gosdrykkina

Tískuhönnuðurinn í verksmiðju Kletts sem staðsett á Köllunarklettsvegi.  fréttablaðið/vilhelm
Tískuhönnuðurinn í verksmiðju Kletts sem staðsett á Köllunarklettsvegi. fréttablaðið/vilhelm
„Ég ætlaði að koma að skoða hjá þeim verksmiðjuna því ég þekki þá sem eru að gera þetta. Svo sá ég hvað þetta var stórt og ákvað að rissa upp fyrir þá útlit. Þeir féllust bara á að það væri málið,“ segir tísku- og grafíski hönnuðurinn Mundi Vondi.

Mundi hannar miðana á flöskum nýja gosdrykkjaframleiðandans Klettur. Þar eru myndir af Íslendingum sem ljósmyndarinn Jói Kjartans tók ásamt textum úr dægur­lögum og bókmenntum.

Mundi hefur verið áberandi sem tískuhönnuður og rekur vinsæla verslun á Laugaveginum. Aðspurður segist hann síður en svo vera að missa „kúlið“ með því að prófa gosdrykkjahönnun. „Ég er búinn að gera grafíska hönnun síðan ég var polli. Ég gerði skólaplaköt fyrir skólaböllin og ég var að læra grafíska hönnun í listaháskólanum og hef unnið á auglýsingastofum þannig að ég er ekkert að fara ótroðnar slóðir. Enda finnst mér gaman að hanna útlit á nýrri gosverksmiðju. Það er bara jákvætt og ef einhverjir ætla að skjóta á mig skýt ég á þá til baka,“ segir hann hress.

Hann hefur nú lokið starfi sínu að mestu en verður áfram með yfirsýn yfir hönnunina hjá fyrirtækinu. Nýr grafískur hönnuður hefur tekið við hjá Kletti og heitir hann Ragnar Fjalar Lárusson.

Sjálfur er Mundi upptekinn við verslun sína og segir jólasöluna hefjast af fullum þunga upp úr miðjum desember. „Það er verst með jólaskrautið á Laugaveginum. Þeir kveikja á því klukkan 18 þegar búðirnar eru að loka.“ - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.