Enski boltinn

Insua byrjaði í tapleik Liverpool - Fer ekki til Fiorentina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Insua átti ekki góðan leik í dag.
Insua átti ekki góðan leik í dag.

Borussia Mönchengladbach vann 1-0 sigur á Liverpool í bragðdaufum æfingaleik í dag. Alsíringurinn Karim Matmour skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Argentínumaðurinn Emiliano Insua var óvænt í byrjunarliði Liverpool en hann var talinn á leið til Fiorentina. Nýjustu fréttir herma að ekkert verði af þeim skiptum þar sem hann nái ekki samningum við ítalska liðið.

Joe Cole lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool en hann var í byrjunarliðinu.

Byrjunarlið Liverpool í leiknum: Cavalieri, Johnson, Carragher, Ayala, Insua, Ince, Gerrard, Shelvey, Eccleston, Joe Cole, Dalla Valle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×